Það er algengt að byrjendur og jafnvel lengra komnir nenni ekki að æfa einhverja tækni aftur og aftur, eða trúi jafnvel ekki á virkni æfinga sem eru eins og “leikrit” þ.e. þegar þú veist hvaðan árásin kemur. Ég lít á þessar æfingar sem heilaþvott að vissu leiti, maður er jú að endurforrita ósjálfráð viðbrögð og það má líkja því við að kenna páfagauk að tala því þá þarf maður að segja sama orðið aftur og aftur og aftur þangað til hann nær því og það sama gildir um okkur, við þurfum að gera sömu æfinguna aftur og aftur og aftur ef við ætlum að ná henni. Ef maður ætlar að geta brugðist við þegar raunveruleg árás á sér stað þá þýðir ekkert að fara að hugsa einhver viðbrögð, það tekur allt of langan tíma, viðbrögðin verða að vera ósjálfráð og hugsunarlaus og til að geta það þá eru endurtekninga-æfingar mjög mikilvægar. Bruce Lee lýsti þessu mjög vel, hann sagði “Áður en ég byrjaði að æfa þá var spark bara spark og kýling bara kýling, eftir að ég byrjaði þá var spark ekki lengur bara spark og kýling ekki lengur bara kýling og eftir að ég náði tækninni alveg (e. mastered the technique) þá var spark bara spark og kýling bara kýling” það sem hann átti við með þessu er, að áður en maður byrjar að æfa þá eru spörkin og kýlingarnar ósjálfráð en eftir að maður byrjar að æfa þá eru spörk og kýlingar ekki eins því það er sérstök tækni á bakvið hvert spark og hverja kýlingu og þar af leiðandi þarf maður að fara að hugsa hvað maður er að gera, en svo þegar maður er búinn að ná tækninni þá er spark bara spark og kýling bara kýling því þau eru orðin ósjálfráð aftur.
Sjálfsvarna/bardaglistir er ekki eitthvað sem maður getur lært strax! En byrja samt að hafa áhrif á mann mjög fljótt eftir að maður byrjar að æfa. Það er allavegana mín reynsla.
Bjadni
www.sjalfsvorn.is