Pankration Reglur

Það sem á eftir fylgir er úrdráttur af svokölluðum
Developmental reglum fyrir Pankration-iðkun.
Developmental reglur eru notaðar þegar sparrað er á
æfingum og á æfingarmótum. Áhersla er lögð á að verðlauna
nemendum fyrir framfarin í tæknilegum atriðum s.s
glímutökum, köstum og högg- og spark tækni. Sumt af því
sem gefur stig undir Developmental reglum gefur ekki stig
undir International reglum sem eru notaðar á stærri mótum
þar sem keppt er um verðlaun og titla. Þar sem
developmental reglur henta betur til að byrja með ákvað ég að
þýða þær.

ATH! Ég er ekki að þýða þetta orðrétt, þannig að þessi þýðing
skal ekki teljast sem heilög ritning, heldur eingöngu gróf
hugmynd um hvernig Pankration er hugsað.

1.Keppnissvæði

Keppnissvæðið er hringlaga og kallast Palestra. Skal hún
vera 28 til 33 fet í þvermál fyrir keppni, en má vera minni á
æfingum.

2. Búningar.

Nota má Karate, Judo eða sérstaka Pankration Gi-sloppa.
Pankration Gi-inn er ólikur öðrum að því leiti að hann er
ermalaus og líkari vesti en jakka. Keppendur mega bera
merki skóla síns auk merki WPF

3. Hlífar og verjur

Nauðsynlegt er að keppendur klæðist hjálmi sem
viðurkenndur er af International Olympic Commitee og World
Pankration Federation (sá sem mælt er með er svokallaður
Top Ten hjálmur). Einnig skulu keppendur vera með góm,
grappling hanska ala UFC og pungbindi.
Einning mega keppendur klæðast US-kickbox style
sköflungahlífum og er mælt með því

4. Lengd lotna

Bardagar eru fimm mínútur að lengd í sparring. International
bardagar eru 3x5 mínútur.
Ef sparring bardagar enda með keppendur jafna á stigum eru
notaðir einnar mínútu framlengingar.

5. Leiðir til að sigra.

Bardagi vinnst með kyrkingar-submission(choke), með því að
vera yfir á stigun eftir reglulega lotu eða framlengingu, um leið
og þú kemst 25 stigum eða meira fram úr
andstæðingnum(miskunnar-reglan), ef andstæðingur er
dæmdur úr keppni eða ef andstæðingur gefur slaginn.

6. Stigagjöf.

Áhrifarík högg(með hnefum, olnbogum spörkum eða hnjám)
á lögleg svæði gefa eitt stig hvert. Engin olnboga eða
hnéhögg eru leyfð á höfuð(NB! Það er hér þar sem hin
mismunandi Pankration félög virðast vera mest ósammála.
Sum leyfa hné og olnboga í höfuð en önnur ekki.WPF segir
alls ekki svo þannig stendur það hér)
Stig eru gefin ef höggin sýna góða tækni, fjarlægð er vel metin
og höggin eru dýnamísk og þung. Öll högg má veita bæði
standandi og á jörðinni.
Spörk, olnboga og hné má ekki veita gegn liggjandi manni ef
árásaraðilinn er standandi!

Köst og fellur eru eins, þriggja eða fimm stiga virði, metið eftir
krafti, tækni, hæð frá gólfi og hversu góða stöðu kastarinn er í
eftir að það er framkvæmt og áhrifa þess á andstæðinginn.

Að halda andstæðingnum föstum á gólfinu er stiga virði. Þú
færð eitt stig eftir átta sek., þrjú stig í viðbót eftir fimmtán sek.
og fimm í viðbót eftir tuttugu og eina sek. Andstæðingurinn
telst fastur ef að hann getur ekki losað sig og staðið upp en
sá sem heldur getur auðveldlega losað sig og slitið sig frá
andstæðingnum. Ef sá sem haldið er nær haldi einnig þá
hættir stigagjöf sjálfkrafa.

Ef þú neyðir andstæðing út fyrir keppnissvæðið með höggum
spörkum, köstum eða af einhverjum öðrum ástæðum færð þú
eitt stig og keppninni er startað aftur í miðjum hringnum.

Ef andstæðingurinn gefst upp og slær í mottuna (tap
out)vegna handleggja eða fótalása eða til að losna undan
barsmíð færð þú fimmtán stig og keppninni er startað aftur.
Tvö tap-outs vegna einhvers annars en kyrkingar jafngildir
fullnaðarsigri, sama hvað stigataflan segir.

7. Leyfileg höggsvæði

Höfuð og brjóstkassi gefa stig ef slegið er í þau, ef frá er
talinn hryggsúlan. Sparka má í lappir en það gefur engin
sérstök stig. Öll högg í klof, háls og á liðamót eru
bönnuð(Hvort það þýðir að Muay Thai olnbogar í axlir séu
bannaðir veit ég ekki).

8. Brot, viðvaranir og refsistig.

Öll brot falla undir sama flokk: Óíþróttamannslega hegðun.
Refsingar eru sem hér segir:

Fyrsta viðvörun: 0 refsistig
Önnur viðvörun: 5 refsistig
Þriðja refsing: 12 refsistig
Fjórða refsing: 25 stig

Dómari má draga fleiri stig af keppanda en viðvörunarstig
gefur til kynna ef um ásetningarbrot eða stórfellt brot er að
ræða.

8. Aukareglur(það sem á ekki heima annarsstaðar)

1. Hné má ekki nota ef andstæðingi er haldið haustaki með
báðum höndum

2. Ef keppni er stoppuð vegna þess að keppandi eða
keppendur stíga út úr hringnum skal startað aftur í miðjum
hringnum. Ef menn í glímutökum rúlla út úr hringnum skulu
þeir hefja keppni aftu í miðjum hringnum í sömu stöðu og þeir
voru í þegar þeir yfirgáfu hringinn.
Dómari skal segja til um hvenær keppendur uppfylla þau
skilyrði.

3. Þjálfarar mega vera í sérstökum þjálfarasvæðum sitt hvoru
megin við hringinn og mega ekki yfirgefa þau svæði. Þeir
mega kalla til keppanda og gefa honum ráð á meðan
almennri velsæmd er fullnægt. Einning mega þjálfarar ekki
hafa uppi óhóflegann eða óþarfa hávaða.
Þjálfarar eru hvattir til að fylgjast grannt með og taka niður
minnispunkta um gang keppninnar, til að geta betur þjálfað
menn sína.

9. Ólögleg hegðun/óíþróttamannsleg hegðun.

Það sem á eftir kemur er stranglega bannað:
1.Bit
2. Að pota fingrum í augu eða einhver önnur líkamsop
3.Klípingar, klórun, að grípa í skinn
4.Högg og grip í kynfæri, háls eða hnakka
5.Högg í hryggsúlu
6.Högg sem beint er að liðamótum
7.Öll hegðun sem framin er af illum hug (?)
8.Að setja hendina á grímu andstæðings
9.Að grípa í færri en þrjá fingur eða tær í einu
10.Að skella andstæðing á höfuð eða hnakka og öll glímu og
jiu-jitsu köst sem miða að því s.s Suplex, Saltos, Crab
Scissors, Heel Hooks, Kane Basame.
11.Allar tæknir sem miða að því að teygja óeðlilega eða
pressa saman mænunni eða hálsliðunum svo meiðsl
hljótist af.
12.Að setja lása svo hratt og fast á að andstæðingi gefst ekki
kostur á að slá í mottu áður en meiðsl hljótast af.
13.Að forðast átök
14.Að gera sér upp meiðsli
15.Öll hegðun sem dómari telur óíþróttamannslega(s.s
skapofsaköst, óvirðing við mótshaldara, andstæðing eða
áhorfendur,ljótt orðbragð og móðganir í garð andstæðings)
16. Almenn notkun dónalegs eða fordómafulls orðbragðs
17. Að yfirgefa keppnissvæðið á meðan á keppni stendur.
18. Að slá andstæðing í höfuð eða maga ef báðar hendur
hans eru læstar (s.s í Crucifix lás)
19. Vafningar, smyrsl, stoðtæki og lyf nema leyfi dómara og
mótshaldara fáist áður en keppni hefst og sýnt hafi verið
fram á að andstæðingi stafi ekki hætta af og að viðkomandi
útbúnaður gefi keppanda ekki ósanngjarnt forskot. Í þessum
flokki er notkun á öllum lyfjum sem eru á bannlista
Ólympíusambandsins.

Svona er þetta nú. Ég nennti ekki að þýða helling af reglum
um skiptingar niður í þyngdar/aldurs/reynsluflokka og eitthvað
dót um unglinga og barnaflokka. Geri það ef þörf verður á.
Takið efit að það eru fleiri en eitt Pankration samband í gangi
og sum leyfa hluti sem eru bannaðir hér en aðrir banna hluti
sem leyfðir eru hér. Þetta er svona middle-of-the road reglur,
þær hörðustu eru Mu Thau Pankration en þær sem eru mest
wimpy eru AMC Pankration. Hvað menn vilja æfa eftir fer svo
bara eftir smekk.

Ég veit ekki hvað öll þessi óleyfilegu brögð eru s.s Kane
Basame og Crab Scissors. Ef einhver veit það endilega
senda mér skilaboð.

Vona að þetta gagnist einhverjum!

Kveðja, Freestyle