Nú er ég að tala um að hafa svona mixað mót (kannski samt meira sýningu). Vel auglýst, selt inn og eitthvað fyrir alla.
Fyrirkomulagið væri þannig fólk myndi ekki keppa freefight heldur væru þetta bardager úr hverri grein, það er að segja það væru þrír bardagar úr hverri íþrótt. Auðvitað væri toppfólk valið úr hverri grein og hafa þetta alvöru keppni samkvæmt reglum hverrar íþróttar.
Sem sagt:
3x Tae Kwon Do
3x Karate
3x Judo
3x Skráðu íþrótt hér
3x Skráðu íþrótt hér
3x Skráðu íþrótt hér
Allir fengju eitthvað við sitt hæfi og úrslita bardagar yrðu, að sjálfsögðu, kepptir síðast í einni röð.
Svo væri jafnvel hægt að etja saman sigurvegurum úr hverri grein ef þeir vilja.
Ef aðsókn yrði góð væri hægt að hafa peningaverðlaun fyrir hverja íþrótt og svo einhvern massa bikar fyrir að vinna alla sigurvegara flokkana.
En svo er auðvitað vandamál eins og með hinar keppnirnar hvort einhver sé maður í að taka skipulagningu svona móts að sér.
Þetta væri algjörlega atburður sem ég myndi kíkja á.
jollyboy6