Nú hef ég eytt smá peningum í ýmsar aðgerðir til að lappa uppá mig. Nú fyrir stuttu fékk ég sjúkrakort sem þýðir að ég þarf ekki að borga nema svona 25% af gjaldinu, sem er bara alveg prýðilegt en… Svo borga stéttafélögin víst niður sjúkraþjálfa ef þú ert tilbúinn að leggja á þig vesenið að fara á milli skrifstofa og stofnana til þess að sækja nokkrar krónur!
Var samt að pæla! Þessir fótbolta- og handboltaguttar sem slasa sig í hverri viku, fá þeir ekki allt draslið endurgreitt? Og eigum við ekki að njóta sömu réttinda og þeir, sérstaklega taekwondo, judo og þessi sport sem eru kominn í ÍSÍ?
Svo er annað sem ég hef heyrt um en aldrei nennt að athuga. Stéttarfélögin greiða víst niður líkamsræktarkort til félaga. Gildir þetta líka um t.d. taekwondo og hinar bardagaíþróttirnar?
Svo svona til skemmtunar hvað meiðsl hafið þið hlotið í bardagaíþróttinni ykkar.
Minn listi myndi vera:
brotnar tennur x 1
brotið nef x 1
Aðgerð á öxl vegna meiðsla í kvondóinu x 1.
Kveðja
jollyboy6