Langar svona að fá smá response hvaða myndir eru í uppáhaldi hjá ykkur bardagaséníum hérna á Huga. Hér er allavega listi yfir myndir sem ég held uppá.
Nr.1 => Fist of legend
Ein flottasta bardagamynd sem ég hef séð með Jet Li í aðalhlutverki. Fjallar um baráttu kínversks kung fu skóla og japansks karateskóla. Alger snilld og ein allrabestu bardaga atriði sem hægt er að sjá í bíómynd.
Nr.2 => Kiss of the dragon
Harðkjarnabardagamynd með Jet Li. Jettarinn er ofur nettur í hlutverki kínversks sérdeildarmanns sem fer til parísar að hjálpa til við að leysa einhvað sakamál. Hann lendir í brjáluðu veseni og lögreglan í París er á eftir honum. Hann tekur öllu með einstakri ró og yfirvegun og það er það sem mér finnst best við myndina.
Nr.3 => Dragon: The Bruce Lee story
Snilldar heimildar mynd um Bruce Lee með afbragðsleikurum sem skila sínu vel.
Nr.4 => Shanghai Noon
Þessa mynd set ég hér með fyrir það gríðarlega skemmtanagildi sem hún hefur. Jackie Chan er coreographer dauðans og bardagaatriðin hans eru þau flottustu og skemmtilegustu sem ég veit um. Hann sýnir í þessari mynd hversu mikill snillingur hann er að búa til bardagaatriði. Owen Wilson og Jackie mynda gott teymi saman sem misheppnaði kúrekinn og villti kínverjinn. Flestar Jackie Chan myndir ættu nú að vera í þessum lista líka.
Nr.5 => Romeo must die
Skemmtileg bardagaatriði vel útfærð þó að vírar væru mikið notaðir. Harði kínverjinn sem flýr úr kínversku fangelsi kemur til bandaríkjanna til að hefna fyrir morð bróður síns.
Nr.6 => Twin Warriors
Já Jet li er í miklu uppáhaldi hjá mér. Í þessari mynd eru hann og vinur hans reknir frá munkaklaustri og leiðir þeirra skiljast vegna mismunandi lífsviðhorfa og endar í blóðugri baráttu. Hér má sjá Michelle Yeoh úr Crouching Tiger með frábæra takta.
Nr.7 => Rumble in Bronx
Besta mynd Jackie Chan að mínu mati, langt síðan ég hef séð þessa snilldarræmu, þannig að ég sleppi innihaldslýsingu. Man ekki betur en að Michelle Yeoh hafi verið í þessari líka.
Nr.8 => Rush Hour 1&2
Sjaldan finnst mér framhald betra en fyrri mynd og ég bjóst alls ekki við að 2 gæti orðið betri en eitt. En í þessum myndum er hæfileikum Jackie Chan og munni Chris Tucker blandað saman á snilldar hátt. Ég ætla ekki að segja orð meira um þessa mynd því þið eigið auðvitað að vera búin að sjá hana.
Jæja. Þessi listi er auðvitað alls ekki tæmandi og ekki í réttri röð endilega. Gaman væri að fá smá feedback um þetta.
jollyboy6