Ég skrifa þessa grein til að losa um smá pirring.
Þannig er að ég las grein á korkinum á Laugardaginn kl 16:00. Greinin var auglýsing um Íslandsmeistara mótið í Kumite sem er reyndar bara gott og blessað nema tímasetningin á þessari grein. Greinin var póstuð kl 22:30 á 1 nóv. Var mótið 2 nóv. Það sem pirrar mig í þessu sambandi er eftir farandi.
1. Tímasetning þessara greinar(en takk samt fyrir að pósta upplýsingarnar). Ég hafði vilja fá að vita af þessu móti nokkrum dögum fyrr, jafnvel degi fyrr. Þá hafði ég geta farið og horft á þetta mót einsog mig langaði svo sannarlega aðgera.
2. þetta á við allar hinna sem eru að æfa Austurlenskar íþróttir. Því látið þið ekki vita meira hvað sé í gangi hjá ykkar félagi, eða grein.
Ég fæ alveg ótrúlega miklar upplýsingar hérna um Taekwondo. Ekki er ég að kvarta undan því. Er sjálfur að æfa Taekwondo. En mig langar að vita meira um t.d. Karate,Akido nú eða Judo. Hvort sem það eru upplýsingar um beltagráðannir,sýningar eða mót. Allar upplýsingar hvort sem þær eru lítilsvægar fyrir ykkur. Gætu vel verið bara nokkuð stórvægilegar fyrir okkur sem þekkjum ekki ykkar heim.
Ég þakka og vona að ég eigi eftir lesa meira um aðra greinar í nákominni framtíð.