Freelance vinna hefur löngum haft á sér ákaflega rómantískan blæ. Flestir sjá fyrir sér listamenn eða hönnuð sem að nær að lifa af list sinni, sækir kaffihúsin í 101, er vel að sér í málefnum líðandi stundar, þekkir “hip” og “celeb” crowdið, klæðir sig í föt frá Spútník eða álíka búðum, ræður tíma sínum alveg sjálfur, þénar vel og á Macintosh ferðatölvu.
Þessi ímynd er eins fjarri raunveruleikanum og hugsast getur. Það geta allir sagt ykkur sem að hafa unnið freelance vinnu að einhverju tagi. Í stað þess að njóta ímyndaðs frelsis um að vinna heiman frá þér þegar að þér hentar, ertu bundin(n) deadlines, mis-skemmtilegum kúnnum, upplifir það oftar en einu sinni að vinna samfleytt í tvo sólahringa við að klára á tilsettum tíma og ef að þú fellur í þá gryfju að skrá þig sem vertaka (líkt og unirritaður) eru meira en góðar líkur að þú gleymir að gera ráð fyrir að þurfa borga skatta af innkomunni þegar að líður á árið. Í stuttu máli þá er þetta stórlega ofmetinn lífsstíll sem að á nákvæmlega ekkert skylt við þá ímynd sem að búin hefur verið til í gegnum árin. Ég man allavega ekki í fljótu bragði eftir þjáða listamanninum í Hollywood kvikmyndunum vera að gera skattaskýrslur, tilboðsgerðir eða eiga í samskiptum við endurskoðandann sinn varðandi einstaka efnisatriði í ársuppgjörinu.
Besta ráðið sem að ég get gefið fólki sem að ætlar sér í þennan bransa er: farið varlega. Planið frá upphafi hvernig að þið ætlið að skipuleggja tímann, gerið ráð fyrir að það komi upp vandamál í vinnuferlinu og gerið raunhæfar fjárhagsáætlun. Það munu koma mánuðir þar sem að það er minna gera og þið verðið að geta dekkað þessa mánuði. Að taka yfirdrátt til þess að covera mun bara leiða af sér vítahring afborganna og vanskila. Og já eitt í viðbót: Alltaf, og ég meina alltaf, hafið plan B við bakhöndina. Ekki temja ykkur “þetta reddast” viðhorf heldur horfið raunsætt á hlutina. Ef að freelance verkefnin eru ekki að skila af sér nægum tekjum þá verðið þið meta stöðuna raunsætt og hvort að það er þess virði að halda áfram eða hvort að það sé betra fyrir ykkur að finna fulla vinnu (eða hlutavinnu) og nýta tímann í að safna upp smá höfuðstól, borga niður það sem að þið skuldið og jafnvel byggja upp tengsla netið ykkar.
Það sem að ég gerði var að stofna lítið vefhönnunarfyrirtæki í kringum verkefnin sem að ég hafði. Það gekk allt glimrandi í fyrstu og verkefna staðan smám saman jókst og jókst. Svo gerði ég afdrifarík mistök. Ég tók að mér allt of mörg verkefni á sama tíma. Í stað þess að viðurkenna að ég hafði mætt ofjarli mínum þá reyndi ég til þrautar að skila öllu af mér og niðurstaðan varð snjóbolta áhrifin (e.g. snowball effect), þ.e. þegar að þú ert búinn að koma þér í ákveðna stöðu sem að síðan vindur og vindur upp á sig þangað til að eitthvað lætur undan. Sem og það óhjákvæmilega gerði í mínu tilviki.
Afraksturinn var fall í nokkrum prófum í háskólanáminu og sem afleiðing af því: seinkun á afgreiðslu námslánanna. Það sem að ég gerði í kjölfarið var að skrá fyrirtækið mitt óvirkt í þann tíma sem að ég er í háskólanámi og einbeita mér enn frekar að náminu og byggja upp fyrirtækið og tengslanetið á meðan, eins og ég kom lauslega inn á hér að ofan. Til þess að vinna mér inn aukapening með náminu fann ég mér einfaldlega vinnu sem að stangast ekki á við námið og hægt er að auka eða minnka vinnutímann eftir álaginu út í skóla.
Það þarf tíma, þolinmæði og skipulagningu til þess að geta unnið freelance. En það þarf líka að kunna að lesa rétt í aðstæður og að geta aðlagað sig fljótt að breyttum aðstæðum og breyttu starfsumhverfi.
Mig langaði annars að forvitnast um hver væri ykkar reynsla af freelance vinnu ?
Kv.
NightCrow