Sælir kæru hugarar !!!

Þannig er mál með vexti að skólinn sem að ég er í námi við hérna í Kaupmannahöfn, Københavns Tekniske Skole, verður með nokkra fulltrúa á Íslandi dagana 17. til 23. febrúar n.k. að kynna nám í margmiðlunarhönnun við skólann.

Ég mun verða með í för og halda smá tölu um út á hvað námið gengur, kynna skipulag og uppbyggingu námsins og veita svör við spurningum.

Mig langaði hins vegar að forvitnast um hvort að einhverjir hérna gætu gefið mér upplýsingar um hvert væri best að fara og halda smá tölu um námið og skólann.

Það liggur fyrir að við munum verða með einn stóran kynningarfund sem að verður að sjálfsögðu öllum opinn sem að hafa áhuga. Einnig stefnum við á að heimsækja 3 til 4 framhaldsskóla og halda smá erindi.

Allar uppástungur að skólum eða stöðum til þess að heimsækja eru vel þegnar þannig að við getum skipulagt þennan tíma á sem bestan hátt.

Með fyrirfram þökk,

NightCrow

ps.
Ef þið hafið einhverjar frekari spurningar þá er ykkur frjálst að senda mér tölvupóst á netfangið: jojak10@edu.kts.dk