Ég hef núna verið í japönskunni í háskólanum í tvö ár og mig hefur lengi langað að koma með smá yfirlit á japönsku námi og hvað mér finnst vera bestu aðferðirnar til að læra japönsku en fyrst og fremst:
Er skólanám nauðsýnlegt til að læra japönsku?
Að mínu mati er það alls ekki nauðsýnlegt að þurfa að vera í skóla til að læra japönskunna. Skólanámið hefur reyndar sína plúsa en það er ekki algjör nauðsýn. Í mínu tilfelli hjálpar það mér rosalega við að halda uppi lærdómnum því ég á það til að verða frekar löt.
Hvar á ég að byrja?
1. Japanska er skrifuð með þrem mismunandi stafrófum; Hiragana, Katakana og Kanji.
Hiragana og katakana eru undirstöðu stafróf japönskunnar. Hiragana er fyrir japönsk orð en katakana fyrir tökuorð.
Ég mundi ráðleggja að læra þessi tvö stafróf sem fyrst. Það er líka frekar mikilvægt að læra rétta leiðina til að skrifa stafina, það hjálpar rosalega seinna meir. Ætla bara að leyfa ykkur að googla kana flash cards því það eru svooo margar síður með mismunandi leikjum og svoleiðis til að læra þau. Annars er besta leiðin líka bara að skrifa þau aftur og aftur og aftur og aftur og......
2. Opnaðu fyrir japanska skrift á tölvunni þinni. Það er svo þægilegt að hafa hana þegar maður æfir sig og þegar maður er að gera flash cards.
PC:
http://mangahelpers.com/forum/showthread.php/3709-How-To-Enable-Japanese-Language-Windows
Mac:
http://redcocoon.org/cab/mysoft.html
3. Málfræði:
Nýttu þér Genki bækurnar. Þessar bækur eru ótrúlega þægilegar að nota í lærdómin! Hverjum kafla er skypt í reading, vocabulary, grammar og practice (og svo kana/kanji æfingar fyrir hvern kafla aftast í bókinni). Það sem er svo gott við þessar bækur er það að það eru rosalega mikið af rescources fyrir þessa bók á netinu ef þú þarft t.d. að æfa orðaforða eða particles.
Ég má auðvitað ekki setja link á hvar þessar bækur séu í boði en ég get sagt ykkur að þær fást á síðu sem á sér marga skemmtilega sjóræningja...
En svo eru þær auðvitað til á amazon og í bókabúðinni í Háskóla Íslands.
Annars er líka hægt að finna góða undirstöðu á grunn orðaforðanum á þessari síðu. Ég nota hana oft t.d. ef ég þarf að leita upp sérstakar málfræði reglu.
http://www.guidetojapanese.org/learn/grammar
4. Flash cards! Ég verð að viðurkenna að ég ELSKA http://quizlet.com/ . Ég nota hana í öll flash cards sem ég bý til. Þetta er basically eina flash card síðan sem ég nota. Það sem er svo þægilegt við hana er að þú getur búið til flash cards sem þú vilt fara yfir og velur svo “learn” takkann. Þá ferðu yfir þau cards sem þú skrifaðir og ef þú færð þau rétt geymast þau en ef þú færð vitlaust færðu að sjá þau aftur þangað til að þú nærð því. Mér finnst líka miklu meiri frelsi í að geta gert kortin sjálf frekar en að fá tilbúinn pakka.
Það eru önnur vinsæl forrit og síður t.d.:
http://ankisrs.net/ (Þegar ég skoða á netinu tala flestir um þetta forrit, ég persónulega fíla það ekki mikið en to each his own. Fullt af tilbúnum flash cards bunkum í boði)
http://cooori.com/ (Íslensk síða sem er í vinnslu. Við notum hana í skólanum sem hluti af náminu. Mér finnst hún reyndar ekki best þegar kemur að því að læra orðaforðann og svoleiðis en hún er þægileg þegar maður er að rifja upp)
Ef þið viljið fá fleiri pistlar um japönskuna t.d. gagnrýni á mismunandi síðum/bókum (með fullt af mismunandi síðum sem ég hef fundið í gegn um tíðina), grein fyrir þá sem eru aðeins lengra komnir eða eitthvað álíka endilega látið mig vita! Verum öll dugleg að læra japönsku saman!