Ég biðst velvirðingar á þeirri töf sem hefur verið á þessum kafla, ástæðan fyrir henni var samanblanda af tímaskorti og leti hjá mér.
En nóg um það, í þessum kafla mun ég fjalla um stafina Ma, Mi, Mu, Me og Mo.
Þar að auki ætla ég að fara í stafina Ya, Yu og Yo því að mér finnst ekki taka því að hafa sér kafla fyrir aðeins 3 stafi.
Af stöfunum Ma, Mi, Mu, Me og Mo ætti stafurinn Me að vera sá eini sem gæti valdið einhverjum vandræðum. Ástæðan fyrir því er að hann er nokkuð líkur stafinum Nu í útliti. Hér fyrir neðan eru svo stafirnir fyrrnefndu.
<img src="http://www.internet.is/zydoran/hiragana7.JPG“>
Eins og í köflunum að undan þá koma hér nokkur dæmi um orð sem að innihalda stafina að ofan:
”Mushi“ er orð sem að þýðir skordýr. Eflaust kannast margir lesendur við tölvuleikinn frábæra Mushihime-sama, en nafn hans þýðir einfaldlega ”Skordýra prinsessan“.
”Me“ þýðir auga.
”Miru“ er sögn sem þýðir ”að sjá“.
Og að lokum þá þýðir orðið ”Mado“ gluggi.
Hér fyrir neðan eru síðan stafirnir Ya, Yu og Yo. Eins og kom fram að ofan þá er þessi stafahópur undantekning frá reglunni, hann inniheldur aðeins 3 stafi en ekki 5 eins og flestir hóparnir.
<img src=”http://www.internet.is/zydoran/hiragana8.JPG“>
Vert er að taka fram að þegar þessir stafir eru bornir fram þá er ”Y“ið borið fram líkt og ”J“ í Íslensku.
Hér koma síðan nokkur dæmi um orð sem innihalda þessa stafi:
Orðið ”Yasui“ þýðir ódýrt.
”Yume“ er orð sem að þýðir draumur. Þetta orð er rétt eins og ”Hoshi“ í kafla 6 mjög algengt orð í lagatextum.
”Yama“ er orð sem að þýðir fjall.
Og að lokum þá þýðir ”Yoru" kvöld.