Zakzi minn, það ætti að vera augljóst fyrir hvern þann sem að hefur horft á þáttaraðirnar að skilningur þinn á þáttaröðunum virðist vera nokkuð samsvarandi skilningi þínum á ritaðri Íslensku.
Það kemur aldrei fram að Nanoha hafi orðið einhver “klass AAA Magician” út af engu, það sem kemur fram er að hún æfir sig mikið og gerir sitt besta til að verða kröftugari, að hún sé alls ekki fullkomin og geri mistök eins og allir, og að hún sé efnileg til að verða mjög kröftug.
Það þarf einnig ekki að vera eldflaugavísindamaður til að skilja af hverju hún segir ekki vinum sínum eins og skot frá því að hún sé “galdrastelpa”. Og það er algjört rugl að hún “hendi gömlu bestu vinum sínum burt til að kinnast fate”, hún gerði það aldrei.
Það má vera að þú hafir misskilið nokkrar senur varðandi hana Nanoha og vini hennar, en það gerir hana alls ekki að “asnalegri persónu”.
(Vægur spoiler framundan: Það vill einnig svo til að hún segir vinum sínum frá öllu saman seinna meir, sem að sýnir að þú vissir ekkert hvað þú varst að tala um þegar að þú skrifaðir skilaboðin þín.)