Smá Japönskukennsla fyrir ykkur elskurnar mínar.
Í Japönsku eru 5 stafir sem innihalda hljóð sem líkist r. Þeir stafir eru ら り る れ ろ. Ef þið viljið taka Katakana með, þá eru þessi hljóð skrifuð svona á Katakana: ラ リ ル レ ロ.
Orðið “loli” eins og það þekkist hjá okkur vestrænum nördum, er stytting á orðinu ロリコン (rorikon), semsagt skrifað ロリ (rori). Hins vegar kemur orðið ロリコン (rorikon) úr ensku, semsagt, “lolita complex”. þá liggur í augum uppi að “rori” er ekkert annað en stytting á orðinu “lolita”, eða “loli”.
Og þar hafiði það.