Touhou er leikjasería sem er í raun ótrúlegt að sé til yfir höfud. Það eru samtals um 10 leikir í seríunni (auk nokkura fleiri sem teljast ekki beint til alvöru touhou), og það ótrulega við það er að þeir eru að mestu leiti gerðir af aðeins einum manni. Hann Zun karlinn sér um allt frá forritun, til í tónlistar og grafísku hliðina.
Ég gæti skrifað margar blaðsíður um þessa merku leikjaseríu, en ég ætla aðeins að skrifa stuttlega um þá að þessu sinni. Gerð þessara leikja fellur undir flokk sem kallast “danmaku shooter”, og er þetta nokkuð likt svokölludum “2d shoot em up” leikjum, en það má alls ekki rugla þessum 2 gerðum leikja saman, því að það er ósanngjarnt gagnvart báðum leikjagerðum. Hugtakið danmaku felur í sér að á hverri stundu er gífurlegt magn svokallaðra “danmaku” á skjánum, sem spilandinn þarf að forðast, því að ef að leikmaðurinn snertir danmaku þá missir hann annaðhvort líf eda tapar leiknum. (Fer eftir leikjum, t.d. hefur spilandinn aðeins eitt líf í Touhou 9.5, en mörg í Touhou 8).
Ég mæli með Touhou 9.5: Shoot the Bullet fyrir byrjendur, en það þýðir alls ekki að hann sé auðveldur. Það tekur oft mjög margar tilraunir til ad vinna hvert borð fyrir sig, en skemmtanagildid er gífurlegt. 9.5 er frábrugðinn hinum leikjunum, þar sem að í staðin fyrir ad skjóta óvinina, þá á spilandinn að taka myndir af þeim og munstrunum sem danmaku þeirra fara í. Sídan mæli ég einnig með Touhou 7: Perfect Cherry Blossoms og Touhou 8: Imperishable Night, fyrir aðeins lengra komna. Ég hef hins vegar sjálfur mun meira gaman af Touhou 8 heldur en 7. Touhou 9: Phantasmogoria of Flower View, er heldur ekki slæmur kostur, en eins og áður kom fram finnst mér sjálfum #8 vera bestur.
Það er spurning hvort ég skelli mér ekki bara í að skrifa grein um þessa merku leiki, enda er það nánast móðgun við jafn mikilvæga leikjaseríu Japönsku leikjamenningarinnar að skrifa svona lítið um þá. Hins vegar eru frekari upplýsingar um leikina að finna hér ef þið eruð lesandi á ensku:
http://en.wikipedia.org/wiki/Touhouhttp://www.pooshlmer.com/touhouwiki/index.php/Touhou_WikiEn ég mun sennilega skrifa ýtarlegri grein um þessa leiki um helgina ef ég hef tíma til þess/nenni því/áhugi er fyrir þannig grein.
Hér er eitt frekar lélegt myndband af Touhou 9.5, en þó að gæðin séu léleg þá sínir það nokkuð vel hversu mikið magn af danmaku er á skjánum oft á tíðum:
http://rapidshare.de/files/16121411/th095_1202.mpg.htmlSíðan er ég hér með mynd sem að sínir nokkur falleg danmaku munstur sem fólk hefur tekið myndir af í Touhou 9.5:
http://www.pooshlmer.com/wakaba/src/1137629087639.jpg