Nú eru stórir hlutir að gerast í anime bransanum og sjaldan hefur verið jafn mikið af áhugaverðum seríum á leiðinni. Ghost in the Shell: Stand Alone Complex er loksins orðið að veruleika og nú er búið að sýna tvo þætti í Japan og fleiri á leiðinni, Rizelmine 2nd season er alveg að koma, Choujoushin Gravion sem var sýnt í gær lofar afar góðu og fyrsti þátturinn af ágætlega umtalaðri seríu, Kiddie Grade verður sýndur í kvöld. Piano virðist líka vera afar áhugavert drama sem áhugsamir ættu að kíkja á. 2. sería af Sister Princess er á leiðinni. Svo má ekki síst nefna Heat Guy J og Spiral ~Suiri no Kizuna~ en fyrstu þýddu þættirnir komu nú bara um helgina og hlakkar mig alveg ægilega til að horfa á það góðgæti! Svo má ekki gleyma að nefna það að Mahoro er komin aftur í Mahoromatic ~Something more beautiful~ og miðað við fyrstu 2 þættina þá eigum við von á mjög fínni seríu.
Þið getið lesið um flestar þessar seríur og meira til <a href="http://himeno.home.mindspring.com/newanime/newanime.html“>hérna</a>.<br><br>Villi
<i>And you don't seem to understand,
a shame you seemed a honest man,
and all the fears you hold so dear,
turn to whisper in your ear.</i>
<a href=”http://www.boaweb.co.uk“>Bôa</a> - <a href=”http://www.boaweb.co.uk/audio/duvet.mp3">Duvet</a