Jæja gott fólk, þá er manganu Fullmetal Alchemist lokið eftir tæp níu ár og 108 kafla. Það virðist hafa verið bundið fyrir sem flesta lausa enda en hvað finnst ykkur?
Elskaði endirinn, á ennþá eftir að finna eitthvað að honum. Nice hvernig Arakawa skyldi bara eftir fullt af vísbendingum í stað þess að stafa þetta ofan í mann.
venjulegur shounen endir bara allt endar vel, smábarna romance (ekki einu sinni koss ef út í það er farið) en ég hafði þó gaman af því hvernig hann orðaði spurninguna eins og honum einum er lagið. Sagan heilt yfir var mjög góð, húmorinn og spennan var góð blanda út í gegn.
Góð sería og ein af fáum shounen seríum sem ég myndi mæla með. Hlakka til að sjá endirinn í anime, 4 þættir eftir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..