Sælt veri fólkið. Nú er ég að flytja út eftir helgi (á þriðjudaginn eftir helgi ef ég á að vera nákvæm) og fann alveg HELLING af How to draw bókum sem ég nota ALDREI. Nú kosta svona bækur mjög mikið, en hér fyrir neðan er listinn sem ég á og hvað ég vill fá fyrir hverja bók.
Það eina sem ég þarf að nefna er að “coverin” (semsagt plastdraslið sem var utanum bókina í lit) eru flest horfin. Fyrir utan það eru bækurnar í frábæru standi og mjög lítið notaðar. Ef þið hafið áhuga endilega sendið mér einkaskilaboð eða sendið mér e-mail á elisabetatla@gmail.com
Ef einhver vill kaupa allar bækurnar í einu gæti ég mögulega gefið magnafslátt ;)
En hér er listinn:
How to draw manga: Occult and horror
Þessi hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Mikið af allskonar verum, vængjum, hrylling og japönskum þjóðsögum sem eru ótrúlega skemmtilegar, flottar og gefa manni mikinn innblástur - 1000 kr.
Manga Pose resource book - Volume one: Basic poses
Þessi er mjög góð. Alveg HELLINGUR af pósum til að æfa sig á. Ég mæli eindregið með þessarri ásamt Bodies & Anatomy. Þetta er gjafaverð fyrir svona góða bók. - 1000 kr.
How to draw: Anime and game characters - Volume one: Basics for beginners and beyond
Þessi er mjög skemmtileg. Hún fer yfir flest basic atriði þess að teikna anime game characters. Það er aðeins öðruvísi en mangað en samt alveg ótrúlega svipað. Meira lagt áherslu á karaktersköpunina, persónuleika og svipbrigði. - 1000 kr.
How to draw Manga: Bodies and anatomy
Ein af mikilvægustu bókunum ef þú vilt læra að teikna manga. Þessi fer yfir mikilvægustu atriði anatómíu (samt í manga stíl, nema aðeins raunverulegra). Þessi er must ef þig langar læra teikna manga. Frábært verð fyrir svona mikilvæga og ýtarlega bók. -1000 kr.
How to draw Manga: Putting things in perspective
Önnur af þeim mikilvægustu í safnið. Þessi fer yfir fjarvídd og hvernig á að koma karakterum inn í heilsteypt umhverfi. - 1000 kr.
How to draw Manga: The basics of character drawing
Fer yfir öll helstu atriðin í því að teikna karaktera. - 1000 kr.
How to draw Manga: Giant Robots
Þessi kennir þér að teikna risastór vélmenni! Ótrúlega skemmtileg og fer yfir alla parta vélmennisins. - 1000 kr.
How to draw manga: Male characters
Mjööög góð því flestar How to draw Manga bækur fara aðallega yfir kvenmenn (því þær eru mjööög vinsælar af einhverri ástæðu ;) ). Fara yfir allt sem er mikilvægt í því að teikna manga karlmenn af öllum líkamsgerðum. - 1000 kr.
How to draw manga: BISHOUJO (pretty girls)
Þessi kennir þér að teikna þessar ofursætu manga kvenmenn. :) - 1000 kr.
How to draw: Anime and game characters - Volume five: BISHOUJO Game characters
Bishoujo game characters eru þessir fallegu karakterar. Ótrúlega fallegar teikningar og getur gefið mikinn innblástur. - 1000 kr.
Draw your own manga: All the basics
Þessi kennir þér allt sem þú þarft að vita þegar þú teiknar manga. Hvað eru bestu tólin, hvað þú þarft til að teikna það og fer yfir mikið af þessum basic atriðum sem margir gleyma þegar þeir fara að teikna myndasögurnar. - 1000 kr.
Drawing Dragons eftir Christopher Hart
Þessi er mjög fín ef þú horfir framhjá leiðinlegum, stereótýpískum textanum og því að Christopher Hart skrifaði hana. Drekar eru oft mikið uppáhald hjá fólki og ótrúlega gaman að teikna þá, svo að ég mæli með því að fólk kíki á þessa. - 500 kr.