Nexus hefur samþykkt að plögga tvo fyrirlestra sem verða á næstu dögum í Norræna húsinu!
Þetta er allt ókeypis og auðvitað skyldumæting fyrir Anime-aðdáendur á fimmtudagsfyrirlesturinn! Það er ekki svo oft sem sérfræðingar í Anime-geiranum koma hingað.

Vek hér með athygli á tveimur fyrirlestrum sem fram fara í Norræna húsinu í þessari viku (sjá einnig viðhengi).

Þriðjudagur (16. júní, kl. 18:00-20:00): Nobuhiro Suwa, vinningshafi hinna eftirsóttu FIPRESCI verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes og rektor Zokei háskólans (Tókýó) , fjallar um japanskar kvikmyndir og sýnir dæmi um verk ungra japanskra kvikmyndagerðarmanna.

Fimmtudagur (18. júní, kl. 20:00-22:00): Prófessor Masaaki Mori frá Zokei háskólanum í Tókýó heldur fyrirlestur um japanskar teiknimyndir (“anime”) með áherslu á verk nemenda.

Aðgangur er ókeypis.

Upplýsingar um Japansdagskrána í heild er að finna í meðfylgjandi bæklingi.

www.101tokyo.is


Fannst ég bara eiga að láta þá sem vissu ekki af þessu vita.