Þar sem það hefur ekki komið neinn þráður hingað í smá tíma ætla ég að pósta lista yfir nokkra komandi titla og reyna byrja smá umræðu um það sem er að koma út á næstu mánuðum. Þetta er þó einfaldlega eitthvað sem ég hef rekið augun í en alls ekki teljandi listi yfir allt sem er að koma.

Ætla byrja nefna Trigun the Movie
Það eina sem er vitað er að hún kemur á næsta ári annars þarf eflaust voðalega litið að kinna þetta ennda hafa eflaust allir horft á trigun.
http://myanimelist.net/anime/4106/Trigun_the_Movie

Slayers Evolution-R byrjar aftur í jan en þetta er framhald af revolution og grípur upp þráðinn þar sem stoppað var með 13 þáttum í viðbót.
http://myanimelist.net/anime/5233/Slayers_Evolution-R

Hajime no Ippo: New Challenger, er ég sjálfur eflaust spenntastur fyrir og á víst að vera svipað löng ef ekki lengri en sú síðasta og mun halda áfram þar sem sú síðasta stoppaði. Hún kemur einnig í jan
http://myanimelist.net/anime/5258/Hajime_no_Ippo:_New_Challenger

Higurashi no Naku Koro ni Rei
Ég hef bara nýlega horft á fyrstu seriuna af þessu en hafði gaman af, mun eflaust horfa á þessa þegar hún kemur í febrúar.
http://myanimelist.net/anime/3652/Higurashi_no_Naku_Koro_ni_Rei

Final Fantasy VII - Advent Children: Complete
Director cut af myndinni kemur út í mars
http://myanimelist.net/anime/2952/Final_Fantasy_VII_-_Advent_Children:_Complete

Fullmetal Alchemist 2
Sem fylgir eftir manga í söguþræði kemur út í ágúst, persónulega finnst mér manga sagan mikið betri en sagan sem var notuð fyrir gamla anime og þess vegna bíð ég spenntur eftir þessum þætti. Vona einfaldlega að ég verði ekki fyrir vonbrigðum eins og með gömlu þættina
http://myanimelist.net/anime/5114/Fullmetal_Alchemist_2

Annað sem má nefna sem kemur í byrjun næsta árs eða lok þessa árs er:

Utawarerumono OVA, Guin Saga, Detective Conan: The Jet Black Chaser, Asu no Yoichi! , Bleach - Fade to Black: Kimi no Na wo Yobu, Major: Yuujou no Winning Shot, Kara no Kyoukai 6: Boukyaku Rokuon, One Piece Movie 10 svo eitthvað sé nefnt, þannig það er óhætt að segja að það sé eflaust eitthvað að finna fyrir alla.

Endilega ef einhver rekur augun í einhverja góða seríu sem er að koma og ég nefndi hana ekki henda upplýsingum inn.

Annars er hægt að finna lista yfir komandi anime hér:
http://myanimelist.net/anime.php?sd=18&sm=11&sy=2008&em=0&ed=0&ey=0&o=2&w=&c[]=a&c[]=d&cv=1
Elvar