Góð spurning, líklegast er það frekar persónubundið. Ég hafði talsvert gaman af bókinni þegar ég keypti hana fyrir nokkrum árum, en botna ekkert í því núna hvað var svona merkilegt.
Kvikmyndin þykir víst meistarastykki, og er sögð vera mikill innblástur fyrir Matrix myndirnar, jafnvel er gengið svo langt að segja að án Ghost in the Shell væri engin Matrix til.
Mér persónulega finnst þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt lengur, og myndin náði aldrei að heilla mig. Það er enginn húmor í myndinni, og lítill í bókinni.
Hérna er annars trailer fyrir myndina.
http://www.youtube.com/watch?v=oP2Pt6m3yKUog hérna er “comparison” á matrix og ghost in the shell:
http://www.youtube.com/watch?v=Y3tF7TL0Qh4Ekki láta þetta álit mitt hindra þig í að versla þetta hinsvegar. Ég er bara hrifnari af barnalegum studio ghibli myndum heldur en þunglyndu framtíðar raunsæi.