Auðvitað er alltaf best að horfa á myndir á upprunalega tungumálinu, hinsvegar reyni ég alltaf að sjá þær seríur sem ég horfi á bæði á ensku og japönsku.
Og einhver hérna minntist á að öll dub séu léleg, sem er bara alls ekki satt, það er alveg hellingur af vel döbbuðu anime til. Besta dæmið er náttúrulega Princess Mononoke, þar sem myndin var teiknum upp á nýtt til að gera ráð fyrir breyttum varahreyfingum og Neil Gaiman þýddi.
En hinsvegar er það alveg satt að það er til alveg hrikalega illa dubbað anime, og ef að fólk vill hlæja að því þá hvet ég það endilega til að leigja sér Fire Tripper, smásaga eftir Rumiko Takahashi um stelpu sem hoppar á milli tímabila ef hún kemmst í snertingu við eld. Þar tala allir alveg þessum þvílíka breska hreim, endalaust fyndið til að byrja með. Annars er þetta ágætis saga eins og maður ætti að búast við af Rumiko.