Eruð þið sammála því að það sé eins og allt of lítil vinna sé lögð í þættina upp á síðkastið (fyrir utan kannski nokkra stóra bardaga)? Maður er að horfa á heilu þættina þar sem persónurnar standa bara á sama stað og tala og samtölin eru ekki nóg til að halda upp svona þætti, sérstaklega þar sem þau eru oft illa þýdd og væri hægt að fleygja þeim inn í nokkrar setningar. Áðan var ég að horfa á heilan þátt sem var alveg svona og seint í þættinum endursýndu þeir meira að segja atriði fyrr úr þættinum sem einhvers konar “minningu”. Það leit virkilega út eins og þeir væru bara að troða einhverju þarna inn til að fá 24 mínútna þátt.
Kannski er það bara ég en þegar maður er kannski búinn að bíða eftir þáttum vikulega í 6 vikur og ekkert búið að gerast heldur en Naruto og Kakashi að hoppa í einhverju cliff-i allan þennan tíma þá verður það ógeðslega þreytt.
Ég posta þessu hér til að komast til botns í því hvort ég er bara kominn með leið á þessu eða fólk er almennt sammála um að það sé lægð í gangi, þ.e. hvort ég horfi á þetta meira eða ekki veltur svolítið á svörunum ykkar. Wúú.
muuuu