Væri ekki góð hugmynd að koma með svona 'Leita á [áhugamál]' kubb hérna eins og er t.d. á sorpinu?

Það getur einfaldað mikið. Ef mann langar að vita meira um einhverjar seríur, hvort þær séu góðar eða um hvað þær fjalla (maður treystir hugurum kannski meira en google), gæti maður gert það í stað þess að búa til kork.
Svo er leitin á huga stórgölluð og kemur fáum sinnum að notum.

Hvað finnst ykkur?