Fyrir nokkrum árum var Dragon Ball Z sýnt á Cartoon Network, ég fylgdist aðeins með þessu og hafði mjög gaman af, en missti alltaf úr þátt og þátt og á endanum datt þetta upp fyrir hjá mér og ég hætti alveg að horfa á þetta.
Svo núna fyrir stuttu sá ég myndband úr þessu og það fór smá ánægjuhrollur um mig, svo ég ákvað að rifja þetta aðeins upp á wikipedia. Eftir að hafa lesið í tæpa tvo klukkutíma var ég kominn með óstjórnlega löngun til að horfa á þetta aftur og sjá fleiri þætti.
Þannig að ég fór á imdb og fletti upp á þessu. En nú veit ég í rauninni ekkert um þessa þætti þannig séð nema það sem ég horfði á, vissi ekkert hvaða hluti af seríum þetta var, ég vissi bara að þetta héti Dragon Ball Z. Þannig að nú vil ég athuga hvort einhver geti út frá lýsingum mínum sagt mér hvað það var sem ég var að horfa á og hvar ég geti nálgast það.
Það sem að ég man úr þáttunum hef ég skipt í þrjú “tímabil”, og eru þau eftirfarandi:
Fyrst var Goku í einhverjum útistöðum við menn í bláum búningum og einhver breyttist í risastóran úlf/hund/björn. Ég sá ekki marga þætti af þessu “tímabili”.
Seinna var kominn svona ofurvondurkall sem hét Friza, Goku var dauður/farinn/týndur ásamt einhverjum fleirum. Það voru einhverjir litlir kallar mestallann tímann að leita af Dragon Balls. Á meðan var Friza að skemma og/eða drepa alla á eihverri plánetu. Svo undir lokin var Goku kominn aftur og einhverjir fleiri sem höfðu verið dauðir/farnir/týndir og pabbi hans Friza kom líka. Svo að lokum kom einhver gaur úr framtíðinni og drap Friza minnir mig.
Þriðja “tímabilið” í þessu áhorfi mínu gerðist held ég í framtíðinni. Það var á þessu sem ég datt út úr þessu og það nokkuð fljótlega. En þarna var bullandi vesen þökk sé tveim klónum sem hétu No. 17 og No. 18. Svo kom einhver annar ofurklóni sem hét Cell og það seinasta sem ég sá var að hann ætlaði að halda eitthvað bardagamót.
Ég vona innilega að einhver viti hvað þetta er og geti sagt mér hvar ég geti nálgast þetta á DVD á hvaða tungumáli sem er, bara á meðan að það er texti með að sjálfsögðu. En þessi útgáfa sem ég horfði á var á ensku.