fyrir þá sem ekki vita þá byrjaði japönsk anime og manga vika í dag, fimmtudagin 27 september og mun hún enda 5 október. sendiráð japana og International film festival eru á bak við þennan gjörning.
í þessari anime og manga viku verða haldnir fyrirlestrar og sýningar á myndum. En eins og flestir vita þá verður paprika sýnd á kvikmyndahátíðinni og aðrar myndir.

sérfræðingur á sviði teiknimynda frá japan að nafni Nobuyuki Tsugata mun halda fyrirlestrana

fimmtudagur: 15:10 askja - stofa 132, háskóli íslands. þar verður fjallað um “animation”

Föstudagur: 15:00 - listaháskóli íslands, laugarvegi 91. Þar verður fjallað um “the animation era, history and its present status”

laugardagur: 14:00 Norræna húsið. þar verður fjallað um “the future of animation” og síðan verður paprika sýnd

Mánudagur: 14:00 - norræna húsið
myndirnar The well ordered restaurant og night on the galacticrailroad verða sýndar

þriðjudagur: 14:00 - norræna húsið
myndirnar The well ordered restaurant og night on the galacticrailroad verða sýndar aftur.

Manga teiknisamkeppni verður líka haldin vikuna.
skila á verki á A4 blað til norræna húsinns 1-2 október, eða til sendiráðs japans og þá er skilafresturinn 5 okt. verðlaun í boði.

http://www.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?detail=1011624&name=frettasida