Ég myndi ekki íhuga að kaupa teikniborð frá neinum nema Wacom.
Þeir eru þeir einu sem eru með batteríslausan penna (þeir hafa einkaleyfi á því) og eru mest notuðustu og bestu teiknibretti í heimi.
Eru seld í Apple búðinni en einnig fást eldri og ódýrari útgáfur (ekki eins nákvæm) hjá öðrum verslunum hef ég séð. Annars væri mun ódýrara ef einhver gæti keypt fyrir þig í útlöndum, sérstaklega í USA.
Vinsælasta stærðin á teikniborði er 6x8 (A5) en flestum finnst það akkúrat passlegt, ekki of lítið og ekki of stórt. Annars fer stærðin sem hentar þér algjörlega eftir þínum teiknistíl (hvort þú notar olnbogann til að gera stórar hreyfingar eða notar aðallega úlnliðinn fyrir smærri strokur) og stærð og hlutföll skjásins þíns.
Það eru aðallega tvær núverandi línur hjá Wacom, Graphire og Intuos 3. Graphire er ódýrari, ónákvæmari og með færri þrýstipunkta og flýtitakka. Bamboo er svo nýjasta borðið frá Wacom, en það er í rauninni update-uð útgáfa af Graphire útlitslega séð, en er eins og Graphire að öðru leyti.
Intuous 3 línan hefur meiri nákvæmni, þrýstipunkta og flýtitakka. Tekur þó líklega helst eftir því ef þú ert eitthvað að mála eða lita með teikniborðunu.
Sjálfur á ég Wacom Intuos 3 6x11 (A5 wide) sem passar mjög vel fyrir widescreen skjáinn minn.
Bætt við 6. september 2007 - 10:30
Ef þú ert mikið á Deviantart.com ættirðu að taka eftir því að um það bil 99% af öllu sem er unnið á tölvu er gert með Wacom.
Forritin sem langflestir nota í þetta eru Photoshop og svo Painter. Þau fylgja ekki með borðinu (nema einhverjar takmarkaðar útgáfur eins Painer Essentials).