Enn og aftur fann ég mynd sem enginn talaði um en var svo geðveik að orð fá því varla lýst. Ég reyndar leigði þessa seríu fyrir svona ári en ég man það ennþá hversu geðveik hún var! Þetta fjallar um ungann mann sem er að byrja í lögreglunni og er setti með félaga sem heitir “Sleepy” þessi Sleepy er mjög skrítinn kall. Maður sér fyrst hversu skrítinn hann er þegar hann fer að sofa hjá vændiskonum og taka stela af pengingunum þeirra, ekki öllum bara smá. hann kennir einnig nýliðanum hvernig á að ná fólki úr losti þegar það verður fyrir ofsahræðslu….stinga þumalputtanum upp í óæðri endann á því. ég vill ekki spilla sögunni fyrir fólki en ég hvet alla til að leigja þessa seríu. hún er að sjálfsögðu í Nexus. ég læt það samt eiga sig að hæla seinustu spólunni þar sem hún sýgur.
———————