Tja það er hvað þetta er um í stuttum orðum. Battle Royal þýðir battle to the death en það er miklu meira á bakvið þetta.
Ég einmitt neitaði að sjá myndina fyrst þegar ég heyrði um hana en það er miklu meira á bakvið hana en maður hefði haldið. Já, krakkarnir drepa hvort annað til að lifa en það er svo mikið farið út í, sögu suma krakkana, lífið á undan Battle Roayle. Þetta snýst líka mikið um hvernig fólk bregst við því að þurfa að drepa hvort annað. Sumir neita að taka þátt og fara í felur, aðrir reyna að drepa eins marga og þeir geta til að lifa af og sumir verða einfaldlega brjálaðir.
Sama hvernig ástandið er það er ótrúlegt að það er alltaf vonin til að lifa af.
Og svo, bakrunnurinn af þessari sögu er mismunandi eftir útgáfu sögunnar. Í bókinni þá er þetta “program” notað til að halda almenninginum í skefjum, hræða fólk svo það reyni ekkert að streitast á móti yfirvöldunum.
Í myndinni þá er þetta til að minka fólksfjölgun.
Í manganu (léttilega mest brúta útgáfan af sögunni) er þetta sjónvarpsþáttur sem fólk leggur veðmál um hver verður sá sem lifir af.