Það fer í raun eftir hverjum og einum hvað hann vill vera nákvæmur í að skilgreina genre, mér finnst sjálfum það kannski vera óþarflega mikið að flokka þætti í t.d. demon og detective genre. Það er alveg hægt að nota drama/mystery/horror eða eitthvað yfir það.
Shoujo ai fjallar um ást á milli stelpna og þar fá sambönd og tilfinningar mikið vægi í sögunni. Dæmi um þetta eru Maria-sama ga Miteru og Kannazuki no Miko. Yuri fjallar um það sama, en þar er meira um nekt og tilheyrandi. Þess má geta að Japanir nota ekki hugtakið “shoujo ai”, heldur bara yuri og það á við þetta allt saman. Shounen ai og yaoi eru samsvarandi hugtök fyrir stráka.
Shoujo þýðir stelpa á íslensku og viti menn, það er ætlað stelpum. Algeng viðfangsefni hér eru ást og drama. Góð dæmi um shoujo seríur eru Sailor Moon og Fruits Basket. Svo má ekki gleyma Cardcaptor Sakura, sem allir sannir karlmenn horfa á.
Ghibli er varla genre í sjálfu sér, en það er verið að tala um myndir frá Studio Ghibli, t.d. Howl's Moving Castle, Spirited Away og Princess Mononoke. Allt frábærar myndir sem allir ættu að horfa á.
Dementia er heldur varla genre, en ég held að þá sé verið að tala um svolítið klikkaðar myndir eða þætti, t.d. FLCL þar sem húmorinn er já, svolítið klikkaður.
Ecchi mætti eiginlega lýsa sem softcore hentai, fáklæddar konur, pantsu~, smá nekt en ekkert meira en það.