Ég er nú hálfgerð risaeðla á anime, hef verið að horfa á anime í rúm 6 ár, alveg síðan ég horfði fyrst á Photon, idiot adventures.
Síðan þá hef ég horft á rúmlega 50 anime seríur, og ég er að tala um að að minnsta kosti 5 þeirra innihalda 200 þætti eða meira.
Ég hef lesið minna af Manga, ég hef lesið allt Naruto mangaið eftir timeskippið, lesið nokkrar One Piece bækur, og 5 Death Note bækur, en ég verð að segja að mér finnst Manga ekki jafn skemmtilegt og Anime.
Bætt við 16. október 2006 - 06:51
Eða, ég veit það samt ekki, Photon var tiltölulega nýtt þegar ég horfði á það.
Það er frá 1997, getur verið að ég hafi verið í þessum bransa í svona 8 ár ;)