Alhæfingar.
Þú komst með góðan punkt hér, en hann gildir yfir höfuð aðeins um lítinn hluta af efninu við hendi, þ.e.a.s Shounen þáttaröðum og myndasögum. Dæmi um slíkt efni eru þættir/myndasögur eins og Naruto, Bleach, One Piece, Dragonball og fleira efni sem að hóf göngu sína í Shounen Jump “blaðinu”, sem að er gefið út vikulega. (Það er varla hægt að kalla þetta blað, auðveldara er að líkja því við símaskrá af stærð).
Þú lýsir flestum Shounen þáttum og myndasögum vel hér að ofan, en það er ekki hægt að alhæfa um allar þáttaraðir og myndasögur útfrá því hvernig Shounen er. Einnig er ekki allt Shounen sem að fylgir þessari formúlu, dæmi um efni sem að gerir það ekki eru myndasögurnar “Death Note” og “I”s", sem að báðar voru birtar í Shounen Jump.
En já, eins og ég sagði hér að ofan, þá er alls ekki hægt að alhæfa um allt efni út frá þessum þáttaröðum, t.d. skora ég á þig að horfa á þáttaraðir eins og Haibane Renmei, Juuni Kokki og Turn A Gundam, og segja mér að Japanskar teiknimyndir geti ekki verið djúpar og haft frábæra persónusköpun.
Og áður en að þeir sem að hafa aðeins horft á nýju Gundam Seed þáttaraðirnar leikstýrðar af Mitsuo Fukuda benda á að þær fylgja Shounen formúlunni nokkuð bókstaflega og eru alls ekki mjög djúpar, ætla ég að taka fram að eldri þáttaraðirnar leikstýrðar af Yoshiyuki Tomino, t.d. Turn A Gundam, sem að ég tel vera bestu Gundam þáttaröð hans, eru mun dýpri og mannlegri en þær nýrri.