Rurouni Kenshin
Fyrst þegar ég heyrði um þetta fannst mér þetta hljóma ei vel. Ég ákvað þó að prófa þetta þar sem þetta hafði bara fengið góða dóma (12 sæti yfir besta manga-ið á animenewsnetwork með 8,7). Fyrsta bókin var nokkuð fín (en ekki geðveik) bara og ég ákvað að kaupa númer tvö. Hún var aðeins slakari en samt ágæt. Þá skellti ég mér á þrjú en var byrjaður að hafa miklar efasemdir. Þrjú var versta af fyrstu þremur og mér finnst eins og allt sem gerist í þessu sé: Eitthver þarf á hjálp að halda og Kenshin bjargar málunum, Kenshin fer í dojo-ið og slakar á svo kemur eitthver annar og þar hjálp hann bjargar málunum og fer heim og svo framvegis og svo framvegis. Söguþráðurinn er ekki bara slappur heldur leiðinlegur, ég þarf Mind-Blowing söguþráð (eða skemmtilegan eða frumlegann allavega) Svo: Er eitthvað varið í þetta? Hvað á að vera svona gott við þetta? Ætti ég að kaupa meira? Hversu mikið meira þá? Svara? Ég meina: Svara!