Manga
Úr Wikipedi

Manga (rómanska: Manga, Japanska kanji:漫画, Japanska katakana: まんが) er japanska orðið yfir teiknimyndabækur og prentaðar myndasögur. Utan Japans eru þær oft kallaðar Japanskar teiknimyndabækur. Manga sögur þróuðust frá blöndu af ukiyo-e og Vestrænum teiknistýlum (að miklu leiti frá Disney) og tóku þær á sig núverandi form stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina. Þær eru oftast prentaðar í svart-hvítu, þótt að kápan (og stundum nokkrar síður inní bókinni) séu í lit.

Vinsælt manga er oft breytt í anime þegar komið hefur verið á aðdáendahópi og markaði. Þeim sögum er oft breytt til að höfða betur til meirihluta hópa. Þótt það sé ekki eins algengt, er anime seríum oft breytt í manga (og má þar helst nefna Neon Genesis Evangelion).

Bókstaflega mætti þýða manga sem “handahófskendar myndir”. Orðið var fyrst notað fyrir alvöru um seinni 18 öld þegar verk eins og myndabókin “Shiji no yukikai” eftir Santo Kyoden (1798) og “Myndir hundrað kvenna” eftir Aikawa Minwa, sem innihélt fjölda mynda frá teiknibók fræga ukiyo-e listamanns, Hokusai. Hinsvegar var gi-ga (sem þýðir bókstaflega “fyndnar myndir”) teiknað um 12 öld af mörgum listamönnum sem líktist manga að því leiti að mikil áheyrsla á sögu og notaðist við einfaldar og listrænar línur.