Ég get reyndar séð hvernig má skilja þetta á báða vegu en ég var ekki að meina allt vestrænt fólk yfir höfuð. Ég er líka sammála þér að þær eru góðar hvort sem þær yrðu flokkaðar sem anime eða ekki.
Samt finnst mér ekki að hægt sé að segja að sumt anime efni sé í raun ekki anime vegna þess að það fylgi ekki stílnum. Ég var reyndar þannig líka en nú hefur mér verið bennt á rétta braut, einmitt hér á huga, og get ég núna skilið hvað anime er. Þ.e. í dag lít ég á anime sem allir teiknimyndaþættir sem framleiddir eru í Japan og af Japönum, jafnvel Shin-chan (þó það sé argasta rusl).
Eins myndi ég halda að sama hversu mikið ég myndi reyna og hversu vel það myndi takast hjá mér, ég gæti aldrei búið til anime eða manga, sökum uppruna. Það er ekki þar með sagt að ég gæti ekki reynt að gera fína eftirhermu, en það yrði engu að síður hvorki anime né manga (eftir því hvað ég væri að reyna við).