Kannski er það bara ég en mér finnst það alveg óendanlega böggandi þegar fólk er að tala um myndasögur og segir “comic”
dæmi:
“Ég var að lesa geðveikt comic”
“Þetta er comic-stelpa”
“Þetta er mitt uppáhalds comic”
Skiljiði hvað ég er að meina ?!!?
Hvað er að því að nota orðið “myndasaga”
mér finnst þetta orð lýsa þessu frásagnar-formi miklu betur en orðið “comic”.
Hvað finnst ykkur?