endilega
Osamu Tezuka hefur m.a gert Buddha sem er túlkun höfundarins á ævi Búdda. Þetta er alveg magnað ævintýri sem er skyldulesning fyrir fólk á öllum aldri.
Phoenix var lífsverk Osamu Tezuka. Hann varði nánast allri sinni ævi í að gera þennan sagnabálk en til allrar ólukku tók hann upp á því að deyja þannig að við komumst aldrei af því hvað hann ætlaði sér með þessari þrælmögnuðu epík.
Phoenix fjallar um endurholgun og er þannig byggð upp að fyrsta bókin segir frá upphafi mannkynsins en sú næsta frá endalokum þess.
Þannig dregur hann okkur nær nútímanum úr báðum áttum alltaf með sömu persónunum þar sem þær endurholgast í hverri bók. Metnaðarfullt ekkki satt :).
Svo hefur hann líka gert helling af myndasögum fyrir krakka eins og Astro Boy, Metropolis, New World og Lost World. Þær eru líka þrælskemmtilegar en ná ekki alveg upp í frábærleikann sem Buddha og Phoenix gera.