Ég byrjaði fyrir stuttu að horfa á anime þætti, en er ekki búinn að lesa mörg comic. Það sem ég hef aðallega tekið eftir í Anime-Teiknun er hvernig hún er einfaldlega öðruvísi, sárafá nef eru teiknuð, dálítið ýkt líkamsbygging og síðast en ekki síst, snögg breyting á teiknistílum.
T.d. í Trigun er mikið breytt um stíla, allt frá fáránlega löguðum hausum yfir í alvarleg og kaldhrannalega andlitssvipi (fyrranefnda er lýst á meðfylgjandi mynd). Gaurinn á myndi er Vash úr Trigun, hef mikið dálæti á honum einmitt fyrir svona “geyflur” eins og á myndinni. Full Metal Alchemist er líka dæmi um ,,cibbi"-teiknun (eitthvað fáránlegt og/eða barnalegt).
Hellsing, hinsvegar, er mjög alvarleg anime-sería, þar sem lögð er áhersla á flotta og netta teiknun, frekar en húmor. Annað er líka um önnur hlutlausari hluti svo sem reyk og eld, en svona ,,element" eru mér finnst flottast teiknuð í Anime-myndum.
,,Dynamic" er líka hugtak sem lýsir hreyfingum sem fara mjög hægt fyrst og verða síðan hraðar og síðan hægar aftur. Þetta nær einnig yfir það þegar hreyfingar eru ýktar jafnvel fáránlegar.
Þetta er allt það sem ég hef að segja, takk fyrir athygli og einbeitingu.