Um daginn var ég hjá vini mínum og hann var að sýna mér einhverjar myndir og þáttaseríur. Hann benti mér á berserk og sagði að það væri must að horfa á hana. Svo að ég reddadi mér henni.
Það leið smá tími áður enn ég gluggaði í hana enn þegar ég byrjadi ad horfa þá varð ég heltekinn. Þvílíkur unaður að horfa á þetta. Ég varð svo hooked að ég horfði á alla seríunna á 2 dögum.
###########################SPOILER##############################
Já alveg þangað til að ég kom að síðustu þáttunum þá botnaði ég ekkert i neinu. Gatts endar þarna sundur kraminn i hálfgerdu helvíti medan griffith(sem breyst hefur i djöful) nauðgar Casca
og svo bara búið.
Ég gapti bara á skjáinn og skildi ekki neitt i neinu. Eina sem þetta skildi eftir voru milljón spurningar.
Ég fór rakleiðis á google að skoða hvort ekki vantadi einhvern þátt inní eða eikkva enn svo var ekki.
Svo rak ég augun erlendan spjallþráð þar sem sagt er að restinn af sögunni sé aðeins hægt að sjá með því að lesa manga söguna.
Svo fór ég eikkva að gramsa þarna á ebay og skoða hvort ekki væri hægt að kaupa Bók með allri sögunni enn þá er þetta náttla bara gefið út i vol. 1-26 og hver bók kostar slatta.
Þá spyr ég þarf ég að eyða svona miklum pening til að svara þessum spurningum og fylla í eyðurnar.
Eitt að lokum það má segja að þessi sería hafi opnad augu mín fyrir anime. Eitt er víst ég mun reyna redda mér meira efni á næstu dögum ..
Hvaða seríur mæliði með?