Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst kannarnir sem sendar eru hingað inn alveg afspyrnu lélegar. Þá er ég ekki að kenna kannanahöfundum um heldur stjórnendum sem samþykkja þær.
Það sem ég á við er það að allavega önnur hver könnun er í aðaltriðum gölluð því það vantar alveg einstaklega augljósa möguleika í þær. Ef ég sé þannig greinar á mínu áhugamáli er ég ekki lengi að henda svoleiðis rusli þangað sem það á heima.
Þessi nýjasta könnun er nokkuð pirrandi og hefur engan valmöguleika fyrir þá sem beinlínis horfa ekki á ‘Yu-gi-oh’ en vita samt hvað það er. Myndi giska á að 99% myndi kjósa valmöguleikann ‘Ég horfi ekki á Yu-gi-oh’ ef hann væri bara til staðar.
Gott dæmi um aðra svona könnun var um manga teikningar og var þar spurt hversu langan tíma þú eyddir í að teikna mynd. Þar sárvantaði valmöguleika fyrir þá sem hreinlega ekki teikna en ég nennti ekki að nöldra yfir því þá og valdi bara fáránlegasta valmöguleikann.
Vinsamlegast lagið þetta kæru stjórnendur og ekki samþykkja svona, bendið frekar kannanasmiðum á villu síns vegar og biðjið þá að senda könnunina inn aftur með þeim lagfæringum sem þið bendið þeim á.