Tjah, það má segja að dálæti mitt á anime hafi vaknað fyrst í kringum 1990 þegar þeir voru að sýna seríur eins og Skot í Mark, Heiða í Ölpunum og Markó voru sýndar í sjónvarpinu. Því miður hafði ég ekkert vit á þessu og flokkaði þetta bara sem simpelt teiknimyndir. Ég hef reyndar haft lúmskt gaman af ýmsum teiknimyndaseríum en ég varð fyrst hugfanginn af japönskum teiknimyndum almennt þegar ég horfði á Princess Mononoke einhvern tímann árið 2001. Japanskar teiknimyndir hafði ég reyndar heyrt heilmikið um, bæði þetta Evangelion rugl sem ég var því miður mjög vonbrugðinn með (þar sem mér þótti þessi sería ekkert betri en hver önnur meðalsería) en ég horfði á Love Hina og Vandread snemma árið 2002 og var alveg að fíla það. Frá því ég byrjaði að horfa á anime þá hef ég horft á hátt upp í 60 seríur, ásamt því að hafa horft á mismarga þætti úr ótal öðrum seríum…
Það besta sem ég hef séð er tvímælalaust The Twelve Kingdoms og Cowboy Bebop, en auk þess má nefna Mahoromatic, Haibane-Renmei, Serial Experiments Lain, NieA Under 7, Love Hina, Vandread, Gokudo, Slayers eins og það leggur sig svo eitthvað sé nefnt.<br><br>Með kveðju,
'Villeh'
<a href="
http://www.omg1337.com“>omg1337.com</a>
<i>”Og Villi sagði ‘verði stuð,’ og það varð stuð. Og hann sá að stuðið var kúlt."</i>
- Genesis, 1. kafli