Langar bara að fá smá upplýsingar.
Þannig var að ég er frekar ný byrjaður að horfa á Manga og skil stundum ekki alveg allt sem er að gerast.
Síðan ákvað ég að leigja mér Spirited Away í gær og var það bara nokkuð góð og ekkert allt of flókin mynd, þar til í endann, en þá kom tvennt sem ég náði ekki alveg

1. Þá hafði Haku bara verið einhver á sem að Sen átti að hafa dottið í þegar hún var barn, hvernig á maður að skilja það að gaurinn sé bara einhver á ?

2. Þá var bíllinn þeirra orðinn rykugur og búið að vaxa mikið af gróðri fyrir utan.
Var tíminn s.s. búinn að líða á meðan þau voru í burtu og áttu kannski mörg ár að hafa liðið ?

Myndi auðvelda mér pælingarnar mikið ef einhver hugulsamur gæti svarað mér þessu.
<br><br>___________________________________
<font color=“#0000FF”><b>Brynjar</b></font>

<font color=“#808080”><i>“Spurning hvernig skemmtilegt comment kemur hérna í framtíðinni”</i></font>
<font color=“#0000FF”>-<b>???</b></font>

{–<u><a href=“mailto:brynjarbonn@hotmail.com”>Tölvupóstur</a></u>–}–{–<u><a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=BinniBonn“>Skilaboðaskjóðan</a></u>–}–{–<u><a href=”http://www.hugi.is/forsida/greinar.php?by_user=BinniBonn“>Greinarnar mínar</a></u>–}

<font color=”#0000FF“><b>Championship Manager</b></font> <font color=”#808080“>er</font> <a href=”http://www.sigames.com">SNILLD</a