Ég sjálfur get ekki ákveðið hvort er betra að horfa á. Mér finnst best að horfa á drama og þannig anime með hægum atriðum á japönsku en ekki ensku, drama á ensku sökkar bara.
En ég varð fyrir því að horfa á Bubblegum Crisis Tokyo 2040 um daginn og það var á ensku. Tók mig smá tíma að venjast því að hlusta á ensku og var alveg hugsunda að þetta væri ömulegt í byrjun en mér skjátlaðist! Að horfa á Anime sem er svona spennuatriði í og þannig þá finnst mér enskan best, því þá get ég skilið söguþráðinn líka, ekki einsog þegar ég var að byrja og horfði á Inu Yasha og var alltaf að ýta á pásu til að sjá hvað hinir og þessi voru að segja og þannig. Þannig þetta er bara svona fifty/fifty hjá mér;
Action á ensku,
Drama á japönsku.
Ég horfi nú ekki á mikið meira en þetta þannig ef það er eitthvað annað sem er til þá hef ég ekkert að segja um það.<br><br>Kveðja, Danni
<u><a href="http://danni.is-a-geek.org“>Heimasíðan</a> | <a href=”mailto:klikkhausi@hotmail.com“>E-mail</a> | <a href=”http://www.cardomain.com/id/danielr">CarDomain síðan</a> | Irc: Kane^ </u
Kveðja, Danni