Inuyasha, eins og það heitir, eru myndasögur eftir Rumiko nokkra Takahashi, sem einnig hefur skrifað sögur á borð við Ranma 1/2 og Maison Ikkoku. Bækurnar eru, að ég held, eitthvað yfir 20 talsins.
Auk þess er til anime (teiknimyndir, fyrir þá sem ekki hugsa rétt) sem er gert eftir þessum sögum og eru þættirnir orðnir meira en 120 talsins, ásamt 2 myndum í fullri lengd og sú 3ja verður sýnd í Japan í desember næstkomandi.
Inuyasha fjallar um skólastelpuna Kagome sem dregst niður í brunn nokkurn sem liggur við heimili hennar og endar í Japan mörg hundruð árum áður, þar sem djöflar reika um landið og miko's (kvenkyns prestar) eru ennþá vinsælar. Hún hittir þar hálfdjöfulinn Inuyasha og saman þurfa þau að leita uppi brot öflugs gimsteins eins, svo allt fari nú ekki til fjandans…<br><br>Villi
<a href="
http://www.omg1337.com“>omg1337.com</a>
<i>”Og Villi sagði ‘verði stuð,’ og það varð stuð. Og hann sá að stuðið var kúlt."</i>
- Genesis, 1. kafli