Hmmm… Ætla að útskýra þetta frá grunni þar sem að ég veit ekki hversu mikið þú veist um tölvur, en því verður þessi texti e.t.v. óþarflega langur.
Ok, öll “display devices” (t.d. sjónvörp, tölvuskjáir, skjávarpar) hafa ákveðna upplausn, sem er mælanlega í pixel-um. Ólíkt sjónvörpum geturðu stillt upplausnina á tölvuskjánum þínum eins og þú vilt. Ok? Allt myndrænt efni, hvort sem það eru kyrrmyndir eða hreyfimyndir (video) hefur að sjálfsögðu einhverja áðkveðna upplausn, því hærri sem upplausnin er, því stærra verður video-ið/myndin á skjánum hjá þér og það tekur líka mun meira pláss í byte-um talið. Hærri upplausn er alltaf betra að sjálfsögðu.
Upplausnin á skjánum hjá þér veltur yfirleitt á því hversu stór hann er. Giska á að flestir eigi 17“ skjá og ideal upplausn á þannig skjá er líklega 1024x768 pixel-ar, eða kannski aðeins hærra. Sjálfur er ég á 19” skjá og því með 1280x1024, sem er mjög þægileg upplausn á honum. Að sjálfsögðu geturðu haft hana eins mikla eða litla og þú vilt (innan takmarkana) en það veltur á stærð skjásins hversu litlir hlutirnir verða. Það sem ég á við því er að með hærri upplausn þá verður allt miklu minna á skjánum þínum, myndir, video, icons, því allt er þetta í lítilli upplausn miðað við skjáinn þinn og með hækkandi upplausn verður þetta alltaf minna og minna á skjánum þínum.
Fan-subbað anime eru sjálfsögðu video-fælar og ef þú horfir á það (geri ráð fyrir því, annars hefðirðu bara kosið “horfi ekki á fan-subs” right?) og það birtist í svona litlum glugga á tölvunni þinni. Auðvitað viltu horfa á þetta full-screen þannig að þetta fylli út í skjáinn. Ef þú ert t.d. með þátt í 640x480 upplausn og ætlar að horfa á hann í 1280x1024 þá þarf tölvan að teygja video-fælinn yfir stærra svæði heldur hann getur í rauninni coverað. Þá þarf tölvan að ‘scale-a’ myndina (mjög slæmt fyrir myndgæðin), búa til pixela og gera allskonar kúnstir því hún þarf í rauninni að búa til meiri upplausn heldur en er í raun og veru til staðar. Allt þetta gerir gæðin verri, gerir sum atriði, eða jafnvel heilu þættina blocky og kassótta. Þess vegna er best að minka upplausnina á skjánum niður í sömu upplausn og efnið er í. Þá minnkar maður hana bara niður í 640x480 og þá er video-ið nákvæmlega jafnstórt og desktop-ið, engin scaler eða neitt, algjörlega pixel-perfect!
Skildirðu eitthvað af þessu? :)
Annars finnst mér virkilega leiðinlegt að sjá að flestir sem horfa á fan-subs halda að þetta skipti nákvæmlega engu máli, en þeir um það.
Það sama gildir um DVD í tölvum, venjulegir diskar eru í 720x576 upplausn (widescreen anamorphic diskar í 1024x768) og því verður að minnka upplausnina til að fá ekki allskonar scale-ing artifacts og annað rusl í myndina, alveg eins og með aðra video-fæla.