Já núna hefur Matrix anime´nu verið hrundið af stað og fyrsti þátturinn hefur verið byrtur á netinu.
Eins og Wachowski bræðurnir höfðu lofað þegar Animatrix seríunni var komið í gang, þá standa þeir við það núna, en það er að þeir eru að gefa alla þessa þætti frítt út!!!
Já þú getur farið á www.theanimatrix.com og náð þér í eintak af þáttunum eins og þeir birtast. Seinna munu þeir svo taka alla þættina þegar þar að kemur og setja þá á DVD disk fyrir þá sem ekki eru eins vel að sér í tölvum eða hafa ekki góða internet tengingu.
Spoiler!!!:
Það er nú ekki hægt að gera mikinn úrdrátt af 10 mínútna þætti en hér er smá sneið af því sem búast má við.
Spennan er öll í hámarki þar sem þátturinn byrjar með því að við svífum í gegnum gagnagrunn matrixins, og endum að sögupersónu þáttarins sem ég hugsa mér að sé manneskjan sem fæddist með matrixinu þegar það var búið til (muniði í myndinni). Þetta er kona sem les sögu af liðnum atburðum af því sem komu fyrir eftir að vélmenni höfðu fengið gervigreind sem ég giska að hafi verið um svona 2040 af því hvernig heimurinn leit út semsagt ekki 1999, noway þetta er alltof nútímalegt andrúmsloft. Þetta er í raun átakanlegur þáttur þar sem vélmennunum er stundum líkt við Gyðinga á Seinni heimstyjöldinni en þeim er harkalega veitt oðbelti og þar sem þeir hafa tilfinningar minnir þetta mig oft á tíðum á atriði úr ´´Schindlers List´´ (mynd um Gyðangana frá Krakau) og ég væri ekki hissa ef sum atriðin eru fengin úr þeirri mynd. Þátturinn sem er 10 mínútur endar svo með því að við vitum að vélmennin reina að sættast og gera frið við mennina en þeir neita öllum friðaræðum og drepa sendiboða vélmennennanna.
Allt í allt mjög vel teiknaður þáttur með fullt af CG (computer generated images) og góðum hugmyndum, maður bíður alveg spenntur eftir hinum þáttunum 8. En hægt er að fræðast um útgáfudag á þeim á http://whatisthematrix.warnerbros.com/ (vona nú að linkurinn virkar :D)
Vona að það komi skemmtileg svör við þessu og að fólki líki við þessa þætti :D. Ég veit að ég get ekki beðið eftir ´´Final flight of Osiris´´ sem er tölvuteinaði þátturinn sem.
Bjarni Thor