<b>Excel Saga</b>: Wacky! Wacky! Wacky! 26 þættir um argasta rugl. Án efa ein fyndnasta serían. :)
<b>Kanon</b>: Ekki búið að gefa þessa seríu út á vesturlöndum og ég efast um að hún verði gefin út… en hún er allaveganna mjög góð, mikil dramatík í henni.
<b>FLCL</b>: Eða Furi Kuri eins og hún hefur verið kölluð. Eitthvað undarlegasta sýruanime sem ég hef séð.
<b>Serial Experiment Lain</b>: Ef að einhver segir þér að önnur sería sé meiri sálfræðitryllir en þessu… gleymdu því. Ég hef séð alveg þokkalega vel sýrðar seríur en þessi slær ÖLLU við. Eitthvað sem maður þarf að hugsa alveg ofan í kjölinn til að skilja að einhverju leiti.
<b>Love Hina</b>: Þarf varla að segja mikið… ef þú hefur ekki séð þessa, sjáðu hana núna.
<b>Vandread</b>: Konur eru djöflar og þær eru óvinir karlmanna. Eða því var karlmönnum á plánetu einni allaveganna sagt. Frábær sci-fi sería sem tekur á samskiptum kynjanna með afar… sérstökum hætti.
<b>Kareshi Kanojo no Jijou</b>: Miyazawa Yukino er egóisti dauðans. Í skólanum er hún fín og flott og rosalega vinsæl og gáfuð, en þegar heim er komið setur hún sig í nördalegri stellingar og lærir mestallan daginn, ásamt því að halda sér í formi. En einn daginn hittir hún Arima Soujiro, sem verður hennar helsti andstæðingur… og eitthvað… allaveganna gott efni.
<b>Onegai Teacher</b>: Held að þessi sé á leiðinni á DVD bráðlega. Allaveganna… án efa ein af mínum uppáhaldsseríum. Fjallar um samband stráks og kennarans hans, með ýmsum flækjum inn á milli. Sjúklega fyndin og hrikalega góð sería.
<b>Read or Die</b>: Án efa ein frumlegasta OVA sería sem ég hef séð. Drulluflottur söguþráður með skuggalega undarlegum bakgrunni.
<b>Azumanga Daioh</b>: Sjá <a href="
http://www.hugi.is/manga/greinar.php?grein_id=51212“>grein</a> sem ég skrifaði.
Þetta eru allt afar góðar seríur, en þetta er bara brot af því besta. Þegar maður er byrjaður að dýfa sér ofan í svona lagað þá getur maður fundið alveg hreinar gersemar, en mundu að þótt sumir elski eitthvað þá getur þú hatað það. Hvað fólk fílar er alveg rosalega persónubundið, eins og ég sem er alæta á nánast allt, en aftur á móti hata margir væmið efni og vilja bara blóð og hasar. :P<br><br>Villi
<i>And you don't seem to understand,
a shame you seemed a honest man,
and all the fears you hold so dear,
turn to whisper in your ear.</i>
<a href=”
http://www.boaweb.co.uk“>Bôa</a> - <a href=”
http://www.boaweb.co.uk/audio/duvet.mp3">Duvet</a