SAMURAI PIZZA CATS!!!

Það sem mig langar að fjalla um í dag eru þættirnir SAMURAI PIZZA CATS eða “Kyatto Ninden Teyande” á japönsku og eru gerðir af Ardwight Chamberlain (ekki láta nafnið plata ykkur, maðurinn býr örugglega í Japan, hvar annarstaðar er hægt að gera anað eins rugl). Þetta er einhverskonar blanda af Anime og Cartoon Network og er alger steypa eins og hún leggur sig.

Þættirnir fjalla um 3 ketti; Speedy Service(Ser-vee-chay), Guido Anchovy og Polly Ester sem saman ásamt aðstoðar…kettinum (ég vil ekki nota orðið “læða”.. það er ógeðslegt orð) sínum Francine reka pizzastað. Speedy, Guido og Polly berjast gegn hinu vonda, sem í þessari teiknimynd er hinn vondi og klóki Seymour, ásamt aðstoðarmönnum hans Gerry Atric og Bad Bird og ninja krákurliðið þeirra (yeah, it's all very nutty). Þar sem að vondu kallarnir tapa alltaf (nú, þeir eru vondu kallarnir) þá veldur það því að Seymour springur í endann á hverjum þætti, þetta eru bara þannig þættir. Og þegar samúræja-pitsa-kisurnar fara í gegnum sitt flotta show til að suita up fyrir bardagann þá er það eina sem gerist er að vélbúningurinn (sem þau ganga alltaf í og gefur nokkuð augljóslega upp að þau eru The SPC) er tekinn af bita fyrir bita og settur aftur á, bara aðeins öðruvísi… Ekki mikið appearance change. Svo eru líka haugur af skemmtilegum aukapersónum eins og Luicille, sú sem Speedy og Guido eru skotnir í, sem skýtur eldflaugum út úr hausnum á sér þegar hún verður fyrir tilfinningalegu álagi bara til að bæta við geðveikina.

Persónu- og sögudýpt er ekki mikil (hey, skrímslið í þætti 2 er vélmenni sem býr til sushi), en þegar persónurnar fara að öskra á þulinn, kallandi hvorn annan “Pinko Neo-Facist” og biðjandi um umboðsaðilana sína þá er manni alveg sama. Ásammt að hafa örugglega lötustu animator ever sem nenna ekki einu sinni að tekina hreyfingu á fæturnar þegar aðalpersónurnar eru að elta hvor önnur heldur láta þá bara “renna” þá slær þetta örugglega í bjöllu á einhverjum weird-meter.
Ég viðurkenni alveg að þetta er kannski ekki neitt til að hrópa húrra yfir og mikið af bröndurunum eru fyrirsjáanlegir og þannig en mér fannst gaman að horfa á þetta (eherm, ég er nú bara búinn að sjá 1 þátt, heheh). Endilega segið ykkar álit.