Serían er gerð eftir manga eftir Rumiko Takahashi sem er frekar fræg í Japan. Hún gerði einnig Maison Ikkoku, Lum - Urusei Yatsura og Inu Yasha. Allt snilldarseríur.
Ranma 1/2 byrjar þegar risastór panda og lítil rauðhærð stelpa koma í heimsókn til Tendo fjölskyldunnar. Eftir smástund af misskilningi kemur í ljós að stelpan er Ranma, strákurinn sem pabbinn í Tendo fjölskyldunni var að bíða eftir til að láta hann giftast einni af dætrum sínum. En greinilega er Ranma stelpa (eins og pabbinn kemst að eftir frekar vandræðalegum leiðum;) og allt fer í rugl… en svo kemur í ljós að stóra pandan er í raun pabbi Ranma! sem er besti vinur Tendo…
málið er semsagt að þegar Ranma og pabbi hans voru í Kína lentu þeir ofan í ,,bölvuðum laugum" (cursed springs) og eftir það breytist Ranma alltaf í stelpu ef hann blotnar og Genma í pöndu ef hann lendir í vatni!! Þeir breytast svo til baka ef heitu vatni er hellt á þá=)
Þetta verður uppspretta mikils misskilnings og margra skemmtilegra atburða=) Akane sem er yngsta dóttirin á Tendo heimilinu verður semsagt trúlofuð Ranma án þess að gefa samþykki sitt, Ranma er ekkert allt of hrifinn af henni heldur… og til að gera allt betra þá eru þau bæði martial artists! eins og margir aðrir í þessum þáttum og eru bardagar mjög tíðir, ekki er verra ef þeir gerast eitthversstaðar nálægt vatni;)
Margir skemmtilegir karakterar koma í seríuna líka, t.d. Happosai sem er gamall karl sem gerir ekki annað en að stela undirfötum stelpna, Ryoga sem villist alltaf þó hann sé bara á leiðinni á klósettið og kemur þar af leiðandi alltaf sirka viku of seint, hann breytist í lítið svart svín ef hann blotnar, Shampoo sem breytist í kött, Kuno sem er brjálæðislega ástfanginn af Akane en líka stelpuforminu af Ranma en er alveg hundleiðinlegur, systir hans sem verður ástfangin af strákaforminu af Ranma og fleira=)
stórskemmtileg sería sem ég mæli eindregið með!!
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!