Hverjum er ekki sama um hvað mér finst, en ég er hér kominn til þess að skrifa smá umfjöllun um Jin-Roh. Það er reyndar orðinn smá tími síðan að ég sá myndina þannig að það gæti komið fyrir að ég ruglist aðeins en ég ættla hvort sem er ekkert að fara út í smá atriðin.
Það má segja að með þessari mynd eru japanar komir eins langt fram úr Disney og hægt er að komast. Þetta er ekki barna mynd. Þetta er pólitískur sálfræði trillir, en sumir virðast sjá einskonar ástarsögu í þessari mynd. Ég er ekkert ósammála því að það sé smá rómantík innifalin, en myndin er ekki ástarsaga.
Myndin gerist í framtíð þar sem nazistanir unnu heimstyrjöldina og japanar voru með góðu köllunum í liði. Um allt landið ríkir herlög og til að halda uppi þessum lögum er The Wolf Brigade, sem er víkingasveit framtíðarinnar. Hermenn gráir fyrir járnum ganga um með hríðskota byssur og sprenguvörpum etc. og sýna mótmælendum enga miskun. Í þessari kaós fáum við að kynnast ungum hermanni að nafni Kazuki Fuse sem er með þeim bestu í sinni deild. Líf hans tekur snöggum breitingum þegar ung stúlka sprengir sig í loft up fyrir framan hann. Áfallið gerir honum erfitt að starfa almennilega og er hann sendur í endurhæfingu.
Þetta er ein af flottustu Anime myndum sem hafa komið út lengi og eru það líklega að þakka þrjóskunni í leikstjóra myndarinnar, en hann fór fram á það að sem minst CGI yrði notað. Því er næstum öll myndin handteiknuð (sem er frekar sjalgjæft þessa dagana) sem gefur henni alveg undurfagran stíl og eru allar persónunar ótrúlega raunverulegar í hreifingum sínum.
Söguþráður myndarinnar er eftir Mamoru Oshii sem er kanski frægastur fyrir að hafa leikstýrt meistaraverkinu Ghost in the Shell. Leikstjóri myndarinnar Hiroyuki Okiura er einn af lærlingum Katsuhiro Otomo og var hann aðal teiknarinn (ég veit ekki hvað maður kallar Key Animator) við gerð Akira. Svo má kanski nefna að talsetningin er með þeim bestu sem ég hef heyrt lengi.
Allt í allt gerir þetta myndina alveg frábæra skemmtun. Frábær söguþráður og frábærar teikningar gera henni bara gott. Þó ber að nefna að þessi mynd er frekar þung melt og eru það kanski ekki allir sem meika svona rosalega póítíska mynd. Þeir sem hafa séð Patlabor 2 skilja hvað ég á við. Þrátt fyrir það þá mæli ég með þessari mynd og ættla að gefa henni fjórar stjörnur.
Tegund: Pólítískt Drama, Hasar, Ástar saga
Leikstjóri: Hiroyuki Okiura
Handrit: Mamoru Oshii
Einkunn: * * * *
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*