Rurouni Kenshin Ég ætla fjalla um seríu sem ég sá einhvern tíman:
‘Rurouni Kenshin’ eða ‘Kenshin da wanderer’ á ensku, eða ‘Flakkarinn Kenshin’ á góðri íslensku.

Rurouni Kenshin gerist í kringum 1867 í Japan á hinum svokallaða “Meiji” tíma. Serían er byggð á Japönskum sögum þó að allir aðalkallar séu skáldskapur ( þó má finna persónur sem eru byggðar á alvöru fólki ).

Jamm, semsagt.. Það sem við fáum að vita um Kenshin er að í fortíð hans, á uppreisnar-tímanum, var hann Samurai og slátraði þúsundum manna. Hann fékk á sig nafnið Hitokiri Battousai (minnir að það þýddi: the Man-slayer, eða eitthvað svoleiðis ) og var nokkurnveginn bestur af öllum! Allavega, þegar þetta tímabil endaði, var ný stjórnarstefna mynduð: Meiji. Meijið er aðeins búið að vera í tíu ár þegar við byrjum að horfa, og á þessum tíu árum hefur enginn séð, né heyrt neitt um goðsögnina Hitokiri Battourai. Enn einn dag rekst yngismær ein, Kamiya Kaoru, á Kenshin, en þá er hann allt annar maður.
Það kemur í ljós að Himura Kenshin hefur svarið eið um að drepa aldrei neinn framar. Honum líður illa yfir öllum þeim lífum sem hann hefur tekið þegar hann var “the Battousai”, þannig til að bæta þau líf sem hann tók, hefur hann ákveðið að nota sverðtæknina sína og bardagabrögð til þess að hjálpa fólki. Núna gengur hann með Sakaba sverð, þar sem bitið á sverðinu er öfugu megin. Hann sest að hjá Kaoru, og þá byrja ævintýrin fyrst að hefjast!!!!!

Rurouni Kenshin er ein af uppáhalds seríunum mínum, þar sem ég fíla anime sem gerist í fortíðinni með sverðum og þannig. Margar persónur fléttast inní, þar á meðal Sagara Sanosuke, mjöög fyndinn gaur, stór, latur en mjög sterkur! RK er mjög vel teiknað myndi ég segja, fyrir seríu, og ég hef skemmt mér konunglega á að glápa á Kenshin litla (hann á bara vera eitthvað 1.60cm eða eitthvað! HAHA ) berjast með Hiten Mitsoruki style og .. já, vil ekki segja of mikið..

Þið getið leigt þetta niðrí Nexus (300 kall spólan, 4-5 þættir á spólu, misjafnt) eða downloadað einhverstaðar
(t.d.ircinu #anime.is)
EN ég mæli með þessu fyrir alla, konur og kalla og kannski börn, þar sem þetta getur verið soldið blóðugt á köflum, ykkar að dæma.

EXTRA MINI GREIN:

Samurai X

Samurai X eru semsagt tvær spólur, 4 þættir um Kenshin frá því að hann var lítill og um það þegar hann gerist Hitokiri Battousai, en þessir þættir (eiginlega ein mynd í fjórum pörtum) eru mikið flottari og í allt öðrum stíl, betri teiknað, sem sagt í kvikmynda gæðum, og mæli með því annað hvort fyrir seríuna eða bara eftir (ég sá þetta ekki fyrr en á eftir, skildi miklu betur fortíðina hans þá) Sem sagt greit mynd, hægt að leigja í Nexus á eitthvað.

Kveð í Bili

PAAC