Azumanga Daioh Nafn: Azumanga Daioh
Framleiðandi: Genco í samvinnu við J.C. STAFF
Útgáfuár: 2002
Fjöldi þátta: 130
Lengd þátta: Ca. 5 min

Azumanga Daioh er ein af þessum nýju seríum sem að hafa verið að hrella vestræna anime aðdáendur þessa dagana. Þeir fjalla á kómískan hátt um líf stúlkna í gagnfræðiskóla í Japan. Hver persóna á sínar sterku hliðar og veiku hliðar og eru allar persónur afar skrautlegar, og ekki skemmir fyrir að þættirnir eru afar vel teiknaðir og stílfærðir á afar skemmtilegan hátt (þeir sem að hafa séð Alien 9 geta borið saman teiknistílinn á milli þessara þátta).
Tónlistin í þáttunum skapar afar sérstakt andrúmsloft og er notuð á afar skemmtilegan hátt, hún smellpassar alltaf beint inn í atriðin. Byrjunar- og lokaþemað er eftir listamannahóp sem kýs víst að kalla sig Oranges & Lemons og eru afar smellin og ólík hvort öðru.
Ég ætla nú ekki að blaðra mikið meira um tónlistina en ég vil endilega koma með smá skot úr þáttunum…

Á útihátíð skólans:
Nemandi: Ah, sensei?
Kurasowa-sensei: How's it going?
Student: Well
Kimura-sensei: What is the meaning of this?!
Kagura: Well, even if you say so…
Kimura-sensei: How insulting!
Kurasowa-sensei: What's wrong?
Kagura: Sensei…
Kimura-sensei: Kurosuwa-sensei, you came at a good time.
Kurasowa-sensei: Yes?
Kimura-sensei: Please say something as well. Don't you think it's strange? It's a store ran by the swim team, and they're not wearing swimsuits!
Kurasowa-sensei: *sigh*
Kimura-sensei: Fine, forget the swimsuits.
Kagura: Good.
Kimura-sensei: Then, I'd like a glass of poolwater.
Kagura: Excuse me?
Kimura-sensei: Pool water! The pool water you've all been in!
Kagura: We don't have that!

Þetta er aðeins einn af mörgum frábærum bröndurum sem að birtast í þessari seríu, sem að ég á óhætt með að segja að sé fyndnasta sjónvarpssería sem ég hef komist í tæri við. Þetta slær amerískum fjöldaframleiddum þáttum algjörlega út, og það léttilega.
Ég mæli sérstaklega með Azumanga Daioh ef að fólk er að leita að einhverju ofur fyndnu, og það væri heldur ekkert verra að fá 1. þátt sem sýnishorn hér á Huga.

Villi-